Skip to main content

Vinaskógur

Vinaskógur var stofnaður árið 1990 í tilefni Landgræðsluskógaátaksins.

Vinaskógur er í landi Kárastaða, í nágrenni Þingvalla, vettvangs elsta þingræðis í veröldinni og er ætlað að minna á mikilvægi vináttu og friðar meðal manna. Hér hafa komið heimsþekktir gestir og gróðursett tré, m.a. fjölmargir þjóðhöfðingjar og fulltrúar erlendra ríkja og alþjóðlegra stofnana.

Forseti Íslands er verndari Vinaskógar. Skógræktarfélag Íslands hefur yfirumsjón með gróðursetningu og umhirðu skógarins.