Skip to main content

Fuglavernd: Garðfuglahelgi 24.-27. janúar

Með 23. janúar, 2014febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður dagana 24. – 27. janúar 2014. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma á tímabilinu og skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Þeir sem gefa fuglum að staðaldri eru sérstaklega hvattir til þess að taka þátt. Fólki sem ekki hefur gefið fuglum áður er bent á að gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum fyrr með því að gefa daglega til að lokka að fugla. Misjafnt er hvaða fóður hentar hverri fuglategund og má finna upplýsingar um það á Garðfuglavefnum og í Garðfuglabæklingi Fuglaverndar sem má fá á skrifstofu félagsins. Frekari upplýsingar um garðfuglahelgina er að finna á heimasíðu Fuglaverndar – fuglavernd.is.

gardfuglahelgi

Stari og gráþröstur þræta um gult epli. Starinn er sigurviss (Mynd: Örn Óskarsson).