Skip to main content

Skógræktarfélag Íslands hefur um áratugaskeið staðið fyrir fræðsluferðum á erlenda grundu þar sem fléttað er saman fræðslu um skóga og skógrækt við almenna náttúru og menningu viðkomandi lands. Fyrirhugað er að fara til Alaska árið 2025, en þangað hefur verið farið einu sinni áður, árið 2001. Að þessu sinni er stefnan tekin á Kenai-skaga og Matanuska-dalinn, Juneau, höfuðborg fylkisins, heimsótt og Ketchikan. Flogið verður um Seattle.

Hægt er að skrá sig á áhugalista fyrir ferðina, til að fá nánari upplýsingar um hana um leið og þær liggja fyrir. Hafið samband í síma 551-8150 eða á netfangið skog@skog.is.

Takmarkaður sætafjöldi er í ferðina. Í hana gildir, líkt og fyrri ferðir félagsins, að fyrstur kemur, fyrstur fær!