Skip to main content

AUSTURRÍKI 1999

Haustið 1999 stóð Skógræktarfélag Íslands fyrir átta daga kynnisferð til Tíról í Austurríki. Ferðin var skipulögð í samvinnu við Skógræktarfélag Tíról (Tiroler Forstverein). Markmið ferðarinnar var að kynnast skógum og skógrækt á svæðinu, ekki síst trjátegundum frá hálendari hluta Alpanna.

Þátttakendur í ferðinni voru 50 manns, en leiðangursstjóri var Sveinbjörn Dagfinnsson og fararstjórar Barbara Stanzeit og Jón Geir Pétursson. Flogið var til München (með viðkomu í Frankfurt) og farið þaðan með rútu til Innsbruck, en gert var út þaðan í dagsferðir stærsta hluta ferðarinnar. Seinustu tveimur nóttunum var eytt í Salzburg, áður en haldið var aftur heim á leið.

Í 2. tbl. Skógræktarritsins 2002 er grein um ferðina og má lesa hana hér (pdf).