Skip to main content

FÆREYJAR 2010

Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir fræðsluferð til Færeyja 30. ágúst – 3. september 2010. Í ferðinni voru skoðaðir skógarreitir af ýmsum aldri og garðar, auk sögustaða, sauðfés og fallegrar náttúru Færeyja.

Ferðin hófst á flugi til Færeyja síðdegis mánudaginn 30. ágúst. Farið var til Þórshafnar, en þar var gist fyrstu næturnar.

Ferðin hófst svo fyrir alvöru næsta dag. Þá var farið í rútuferð um Straumeyju, Austureyju og Norðureyjar. Skoðaðir skógarreitir og ýmis áhugaverð náttúrufyrirbæri. Helstu stopp voru í Kunoy og Klakksvík, en þar var farið í heimsókn í bruggverksmiðju Föroyabjórs.

Miðvikudaginn 1. september var farið með ferju til Suðureyjar. Þar var heimsótt skógræktarsvæði í Trongisvági, skoðaðir garðar í Hvalba og farin „fjallabaksleið“ til Sumba.

Fimmtudagurinn 2. september var tileinkaður Þórshöfn og Kirkjubæ. Í Þórshöfn var heimsótt Fornminjasafn Færeyja, gengið um skógarlundi við Þórshöfn og heimsótt gróðrarstöð, auk þess sem tími gafst til að skoða Þórshöfn á eigin vegum. Kirkjubær var svo heimsóttur síðdegis og endað á kvöldverði og móttöku í boði Þórshafnar.

Föstudaginn 3. september var svo flogið heim til Íslands upp úr hádegi. Hluti hópsins varð eftir fram á mánudag, í framhaldsferð skipulagðri af ferðaskrifstofunni sem hélt utan um ferðina.

Í 2. tölublaði Skógræktarritsins 2010 er grein um skógrækt í Færeyjum og ferðina og má lesa hana hér (pdf).

Nokkrar myndir úr ferðinni má skoða á fésbókarsíðu Skógræktarfélags Íslands (hér).