Skip to main content

Skógræktarfélags Íslands og Norska skógræktarfélagið (Det norske Skogselskap) gáfu sameiginlega út veglega bók, sem fjallar á ítarlegan hátt um samskipti Íslands og Noregs hvað varðar skógrækt og timburnytjar frá upphafi byggðar á Íslandi. Á síðustu öld, sérstaklega eftir seinna stríðið, voru samskipti frændþjóðanna mikil og er greinargóð lýsing í bókinni á skiptiferðum sem héldust í 50 ár en ferðirnar voru einstakar í sögulegu ljósi. Dvöldu hópar frá Noregi og Íslandi í hvoru landi og unnu að skógrækt og ýmsum skógartengdum verkefnum í sjálfboðavinnu um nokkurra vikna skeið.

Bókin er nokkuð óvenjuleg að því leyti til að hún er bæði á íslensku og norsku. Höfundur er Óskar Guðmundsson en Per Roald Landrø þýddi yfir á norsku. Bókin er alls um 330 blaðsíður og prýdd fjölda mynda.

Almennt verð bókarinnar er kr. 12.000.
Verð til félagsmanna skógræktarfélaga og áskrifenda Skógræktarritsins er kr. 9.750.

 

Pöntun