Skip to main content

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Akraness verður í Slögu sunnudaginn 17. desember kl. 12-15.

Fólk getur valið sér tré í samráði við félagsmenn sem verða á staðnum og aðstoða. Minnum á að hafa með sög!

Ekki má saga tré sem eru stök á bersvæði og eru til prýði. Finna má heppileg tré þar sem þarf að grisja (trén eru of þétt saman). Saga má ofan af t.d. 3-4 m háu tré og fá t.d. 2 m tré.

Tré verða keyrð heim til fólks á Akranesi sem þess óska. Mest er af sitkagreni og blágreni.

Athugið að tré þarf að staðgreiða (ekki posi) eða millifæra á reikning félagsins.

Verð:
Tré að 1,5 m: 9.000 kr.
Tré 1-51-2 m: 11.000 kr.
Tré 2,01-2,5 m: 13.000 kr.
Tré 2,51-3 m: 17.000 kr.
Hærri tré: eftir samkomulagi

Heimasíða félagsins: https://www.skogak.com/

Facebook: https://www.facebook.com/groups/326273417742172/

skakraness