Skip to main content

Félagar í Skógræktarfélagi Borgarfjarðar standa vaktina í Reykholti laugardaginn 17. desember kl. 11-15, en fólk gefst þá tækifæri til að fara í skóginn og velja sér hentugt tré. Þessi venja nýtur hvarvetna vaxandi vinsælda, því með því að velja tré á heimaslóðum er fólk að spara kolefnisspor og bæta umhverfið á ýmsan hátt. Hagnaði af jólatrjáasölu er varið til til skógræktarstarfa í héraðinu. Varðeldur verður á svæðin og boðið upp á sykurpúða til að hita við eldinn. Sama verð fyrir öll tré, kr. 7.000.

Athugið að það verður ekki posi á svæðinu og munið að hafa með sög!

 

 

 

skborgarfjardar