Skip to main content

Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi á Þelamörk helgarnar 10.-11. og 17.-18. desember, kl. 11-15.  Fyrir hvert selt jólatré eru gróðursett 25 ný tré!

Þegar draumatréð er fundið verður hægt að orna sér við opinn eld og fá sér ketilkaffi, kakó og piparkökur í boði félagsins. Oft skapast skemmtileg útivistarstemmning á svæðinu og heimsókn á Þelamörkina er ómissandi fyrir margar fjölskyldur í aðdraganda jóla.

Verð á tré er kr. 10.000 óháð stærð svo endilega skelltu þér með fjölskyldunni í Laugalandsskóg og finnið hið fullkomna jóltré!

Jólatrjáasalan styrkir starf félagsins sem annast útivistarsvæðið í Kjarnaskógi, m.a. treður þar göngustíga og skíðaspor og sér um tíu aðra skógarreiti á Eyjafjarðarsvæðinu.

Vegvísir:

Frá Akureyri/Dalvík – keyrt í átt að Þelamerkurskóla en áður en komið er að Laugalandsskógi og Þelamerkurskóla er beygt af þjóðvegi 1 við Grjótgarð og ekið eftir gömlum vegi samsíða þjóðveginum í átt að skóginum.

Hefðbundin jólatrjáasala verður svo í starfsstöð félagins í Kjarnaskógi. Hefst hún mánudaginn 5. desember og verður opin daglega til jóla, kl. 10-18.

Allar nánari upplýsingar í síma 893-4047 eða á netfanginu ingi@kjarnaskogur.is

https://goo.gl/maps/L8YocH3Dd2mLwbNk8

Sjá einnig Facebook-síðu félagsins – https://www.facebook.com/events/594861919077124/594862852410364/?ref=newsfeed

 

skeyfirdinga1

Fjölskyldustemmning í Laugalandsskógi.

skeyfirdinga5

Frá skreytingadeildinni.

skeyfirdinga7

Stolt með nýfundið jólatré.

skeyfirdinga6