Skógræktarfélag Eyfirðinga er með jólatrjáasölu í Laugalandsskógi á Þelamörk helgarnar 11.-12. og 18.-19. desember, kl. 11-15. Þar fær fólk að höggva sitt eigið tré (aðallega stafafura), kakó og ketilkaffi í boði félagsins!
Hefðbundin jólatrjáasala verður svo í starfsstöð félagins í Kjarnaskógi. Hefst hún mánudaginn 6. desember og verður opin daglega til jóla, kl. 10-18.
Nánari upplýsingar verða á Facebook-síðu félagsins: https://www.facebook.com/SkograektarfelagEyfirdinga
Fjölskyldustemmning í Laugalandsskógi.
Frá skreytingadeildinni.
Stolt með nýfundið jólatré.