Jólatrjáa- og skreytingasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar hefst formlega laugardaginn 3. desember 2022 og verður opið kl. 10-18 alla daga fram á Þorláksmessu.
Hægt er að nálgast jólatré, greinar, eldivið og fleira fyrir formlega opnun. Sendið pantanir og fyrirspurnir á netfangið skoghf@simnet.is.
Á boðstólum er einnig greni og fura með rótarhnaus, einnig fjallaþinur 50-80 cm í pottum.. Einnig furugreinar og fleira.
Nánari upplýsingar á heimasíðu félagsins – skoghf.is – og Facebook-síðu félagsins.