Skip to main content

Skógræktarfélag Íslands hefur um áratugaskeið staðið fyrir fræðsluferðum á erlenda grundu þar sem fléttað er saman fræðslu um skóga og skógrækt við almenna náttúru og menningu viðkomandi lands. Fyrirhuguð er ferð til Króatíu haustið 2023 og verður ferðin farin dagana 23. september til 1. október. Flogið verður til Mílano á Ítalíu og ekið þaðan til Króatíu. Á heimleið verður svo tekin ferja yfir Adríahafið frá Króatíu til Ítalíu og flogið heim frá Róm. Fulltrúi frá skógræktaraðilum í Króatíu verður með í för allan tímann og mun leiðsegja um strand- og háfjallaskóga, eikarskóga, þjóðgarða, grasagarð og margt fleira.

Hægt er að skrá sig á áhugalista fyrir ferðina, til að fá nánari upplýsingar um hana um leið og þær liggja fyrir. Þegar dagskrá og verð ferðar liggur fyrir er svo opnað fyrir bókanir í ferðina (hjá þeirri ferðaskrifstofu sem heldur utan um ferðina) og fá þeir á áhugalistanum tilkynningu um það, áður en bókanir eru almennt auglýstar.

Hafið samband í síma 551-8150 eða á netfangið skog@skog.is til að skrá ykkur á áhugalistann.

Takmarkaður sætafjöldi er í ferðina. Athugið að á áhugalista geta verið fleiri en komast með í ferðina og í hana gildir, líkt og fyrri ferðir félagsins, að fyrstur kemur, fyrstur fær!