Skip to main content

Skógræktarfélag Íslands hefur um áratugaskeið staðið fyrir fræðsluferðum á erlenda grundu þar sem fléttað er saman fræðslu um skóga og skógrækt við almenna náttúru og menningu viðkomandi lands. Ferð ársins 2023 er til Króatíu og verður ferðin farin dagana 23. september til 1. október. Flogið verður til Mílano á Ítalíu og ekið þaðan til Króatíu. Frá Króatíu verður svo haldið til Rómar í lok ferðar og flogið þaðan heim.

Nánari upplýsingar um ferðina og bókun í hana má finna í ferðalýsingu: Ferðalýsing (.pdf)

Takmarkaður sætafjöldi er í ferðina. Í hana gildir, líkt og fyrri ferðir félagsins, að fyrstur kemur, fyrstur fær!