Skip to main content

Gróðursetning Rótarskota

Með 12. júní, 2019Fréttir

Á fimmudaginn 13. júní kl. 18-21 munu félagar úr Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu og frá Skógræktarfélagi Íslands koma saman og gróðursetja 15.000 Rótarskots birkitré í Áramótaskóg Slysavarnarfélagsins á Hafnarsandi.

Fyrir síðustu áramót buðu björgunarsveitirnar upp á sölu Rótarskots – gróðursetningu eins trés – fyrir þá sem ekki vildu kaupa flugelda, en sú hugmynd kom upprunalega frá Rakel Kristinsdóttur. Nánast allir pakkar sem í boði voru seldust upp og verða plönturnar nú settar niður. Svæðið sem gróðursett verður í er á Hafnarsandi, nærri gatnamótum Þorlákshafnarvegar og Eyrarbakkavegar, en á næstu árum verður ráðist í mikla gróðursetningu á sandinum og er Áramótaskógurinn eitt þeirra verkefna sem hefur fengið úthlutað spildu.