Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Skógræktarfélag Kópavogs: Fræðsluganga í Guðmundarlundi

Með Fréttir

Garðyrkjufélag Íslands er 140 ára á þessu ári og í tilefni af afmæli félagsins hefur verið boðið upp á heilsubótar- og fræðslugöngur víðsvegar um land í sumar.

Kópavogsbær fagnar 70 ára afmæli og hafa verið haldnir fjölmargir viðburðir í bænum í því tilefni.

Þriðjudaginn 8. júlí verður fræðsluganga í Guðmundarlundi í Kópavogi og hefst gangan við aðalinnganginn kl. 17:00. Gestgjafar verða Kópavogsbær og Skógræktarfélag Kópavogs og ætla þeir félagar Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri Kópavogs og Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, að taka á móti gestum og  ganga um lundinn með leiðsögn.

===================================

Til að rata í Guðmundarlund er t.d. hægt að fara inn á ja.is og slá inn Leiðarendi 3 og skoða kort og eða fylgja leiðavísi. Það eru tvær leiðir frá Vatnsendavegi. Sú sem er auðveldari er frá Vatnsendavegi og inn Markaveg. Síðan er sveigt til hægri upp Landsenda, fram hjá hesthúsum og til vinstri upp Leiðarenda.

Sumarið er tíminn…sem starfsfólk Skógræktarfélags Íslands er mikið á ferðinni

Með Fréttir

Nú er kominn sá árstími þar sem starfsfólk Skógræktarfélags Íslands er mikið í útivinnu og því frá skrifstofunni, auk þess sem það fer stundum í sumarfrí líka! Ef þú átt erindi á skrifstofu félagsins yfir sumarið getur því verið betra að hringja á skrifstofuna fyrst, því það geta komið dagar og tímar þar sem enginn er á skrifstofunni. Farsímanúmer starfsfólks má svo finna á heimasíðu félagsins.

Staðall í umsagnarferli: ÍST95- Leiðbeiningar um sjálfbæra skógrækt

Með Fréttir

Frumvarp að staðlinum ÍST 95 – Leiðbeiningar um sjálfbæra skógrækt, hefur nú verið birt í Staðlatíðindum og er komið í umsagnarferli. Umsagnartímabilið stendur til 25. ágúst 2025. Eru  allir áhugasamir hvattir til að senda inn umsögn með ábendingum eða tillögum, hafi viðkomandi eitthvað til málanna að leggja.

Frumvarpið má nálgast hjá Staðlaráði: https://stadlar.is/stadlabudin/vara/?ProductName=frIST-95-2025

Athugasemdir má setja hér: https://stadlar.is/taktu-thatt-/gera-athugasemd-vid-frumvarp/

Skógræktarfélag Reykjavíkur: Málþing um framtíð Heiðmerkur

Með Fréttir

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður til málþings um framtíð Heiðmerkur, miðvikudaginn 28. maí, kl. 17-19, í Norræna húsinu. Aðgengi almennings að stærstum hluta Heiðmerkur kann að verða takmarkað í framtíðinni. Líkt og fram hefur komið, stefna Veitur að því að loka grannsvæði vatnsverndar fyrir almennri bílaumferð. Grannsvæði vatnsverndar nær yfir meginhluta Heiðmerkur.

Upplýsingar um málþingið má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur: https://heidmork.is/framtid-heidmerkur-adgengi-almennings-og-vatnsvernd/.

Þá verður fræðsluganga um Heiðmörk mánudaginn 26. maí, kl. 18, í samstarfi við Landvernd og Ferðafélag Íslands. Gengið verður frá Elliðavatnsbænum og tekur gangan um tvo klukkutíma. Gengið verður að þeim svæðum í Heiðmörk sem fyrirhugað er að girða af og loka. Í göngunni verður rætt um þau verðmæti sem í húfi eru.

 

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta á Úlfljótsvatni 2025

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta á Úlfljótsvatni 2025 verður haldinn í húsakynnum BÍS, Hraunbæ 123, í Reykjavík miðvikudaginn 21. maí 2025 kl. 20:00.

Dagskrá

Fundarsetning, kjör fundarstjóra og fundarritara.

  1. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.
  2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  3. Ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna; ritara og gjaldkera
  6. Kosning skoðunarmanns/endurskoðanda og varamanns hans.
  7. Ákvörðun félagsgjalda.
  8. Önnur mál.

Veitingar að venju í boði félagsins

Fulltrúar ungmennaráðs BÍS koma með kynningu á verkefninu Tré og tjútt, sem þau fengu styrk fyrir frá Loftslagssjóði ungs fólks og munu þau vinna verkefnið í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur.