Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar 2024

Með Fréttir
Aðalfundur Skógræktarfélagsins Ungviðar verður haldinn laugardaginn 16. mars kl. 15 í Rannsóknarstöð skógræktar, Lands og Skógar á Mógilsá. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á netinu (sjá viðburð á Facebook)
Dagskrá:
– Brynja Hrafnkelsdóttir, sérfræðingur, segir frá nýju stofnuninni Landi og Skógi (LOGS) og rannsóknum sínum á smádýralífi í skógum í tengslum við loftslagsbreytingar.
– Stjórnin flytur skýrslu um starfsemi félagsins 2023 og verkefni ársins 2024
– Tekið á móti nýjum félögum, ræddar nýjar hugmyndir og ný verkefni
– Stjórnarkjör
Stjórnin býður til skógargöngu í trjásafninu á Mógilsá að fundi loknum.
Kaffi og kökur í boði félagsins.
Allir velkomnir!

Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarsveitar 2024

Með Fréttir
Aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarsveitar 2024 verður haldinn í Græna kompaníinu að Hrannarstíg 5, þriðjudaginn 26. mars kl. 20:00.
Dagskrá:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Ársreikningur 2023 lagður fram til samþykktar
Önnur mál
Félagsfólk, nýir félagar og aðrir áhugasamir velkomnir

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs 2024

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn þriðjudaginn 12. mars 2024 og hefst fundurinn kl. 19:30. Fundurinn er haldinn á Leiðarenda 3 í Guðmundarlundi í Kópavogi.

Dagskrá

1. Fundarsetning

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara

3. Skýrsla stjórnar

4. Reikningar félagsins

5. Skýrslur nefnda

6. Félagsgjald

7. Lagabreytingar

8. Kosning stjórnar

9. Kosning skoðunarmanna reikninga.

10. Önnur mál

Sjá einnig heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs.

Aðalfundur Skógræktarfélags Þórshafnar 2024

Með Fréttir

Aðalfundur Skógræktarfélags Þórshafnar 2024 verður haldinn miðvikudaginn 13. mars kl. 20:00 í húsnæði Grunnskólans á Þórshöfn.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Skýrsla stjórnar
  4. Reikningar félagsins
  5. Lagabreytingar
  6. Kosningar
  7. Ákvörðun um félagsgjald
  8. Önnur mál
  9. Fundarslit

Nýir félagar velkomnir!

Garðyrkjuskólinn: Grænni skógar I námskeiðaröð

Með Fréttir

Garðyrkjuskólinn á Reykjum býður upp á ýmis námskeið sem nýtast ræktunarfólki. Nú í haust verður hleypt af stað námskeiðaröðinni Grænni skógar I, sem ætluð er skógræktendum og öðrum skógareigendum sem vilja auka við þekkingu sína og árangur í skógrækt. Námskeiðaröðin tekur fimm annir.

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri Grænni skóga, í síma 616-0828 eða með tölvupósti á netfangið boe@fsu.is.

Hvatningarverðlaun skógræktar: taktu þátt í kosningu

Með Fréttir

Hvatningarverðlaun skógræktar verða veitt í fyrsta sinn nú í ár. Stefnt er að að því að þau verði veitt árlega til einstaklinga, hópa, fyrirtækja, félaga eða stofnana sem unnið hafa óeigingjarnt starf í þágu skógræktar á Íslandi.

Kallað var eftir tilnefningum fyrir Hvatningaverðlaun skógræktar árið 2024 meðal almennings og bárust hátt á fjórða tug tilnefninga. Dómnefnd valdi úr þrjá aðila til almennrar kosningar. Verðlaunin verða svo veitt á Fagráðstefnu skógræktar 2024, sem haldin verður á Akureyri dagana 20.-21. mars næst komandi.

Vertu með í að velja verðlaunahafa og taktu þátt í kosningu um Hvatningaverðlaunin! Hægt er að greiða atkvæði til og með 5. mars – sjá: https://www.skog.is/hvatningarverdlaun-skograektar-kosning

Aðilar í vali:

  • Sigurður Arnarson. Sigurður hefur verið öflugur í skrifum á fræðandi og áhugaverðum greinum um trjátegundir, skóga og skógrækt og stuðlað þannig að aukinni þekkingu fyrir bæði almenning og fólk innan skógræktargeirans. Auk þess hefur hann verið virkur í umræðu um skógartengd málefni.
  • Steinar Björgvinsson og Árni Þórólfsson. Steinar og Árni hafa, með starfi fyrir gróðrarstöðina Þöll og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, stuðlað að aukinni fjölbreytni trjátegunda almennt hérlendis, uppbyggingu í útivistarskógum, veitt fræðslu til almennings og nema á fagsviði skógræktar og staðið fyrir áhugaverðum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri.
  • Waldorfskólinn Lækjarbotnum. Waldorfskólinn hefur frá upphafi starfsemi stundað gróðursetningu trjáplantna við skólann. Umhverfisvitund, sjálfbærni og virðing fyrir náttúrunni er samofin námskrá skólans og læra nemendur skólans að hlúa að skóginum ræktaður hefur verið upp við skólann. Með því er verið að rækta upp ræktunarfólk framtíðarinnar.

 

 

Félagsskírteini skógræktarfélaganna: Skógræktin Ölur á Sólheimum bætist við afsláttaraðila

Með Fréttir

Það eru þó nokkur fyrirtæki sem veita félagsmönnum skógræktarfélaga afslátt gegn framvísun félagsskírteinis. Nú hefur einn aðili í viðbót bæst í hópinn – Skógræktin Ölur á Sólheimum – en þau veita 15% afslátt (gildir ekki með öðrum tilboðum).

Upplýsingar um hvaða fyrirtæki veita afslátt (og hversu mikinn) má finna hér: https://www.skog.is/skraning-i-felog/. Þar má einnig skrá sig í skógræktarfélag.