Skip to main content

Hvaða tré er þetta? – Vetrargreining trjágróðurs

Með 17. mars, 2019apríl 17th, 2019Fréttir, Viðburðir

Í tilefni af alþjóðlegum degi skóga þann 21. mars verður boðið upp á fræðslu um vetrargreiningu trjáa og runna, en tré og runnar eru í vetrarbúningi stóran hluta ársins á Íslandi.

Steinar Björgvinsson garðyrkjufræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar sér um fræðsluna sem hefst við aðalinngang Grasagarðsins kl. 18.

Viðburðurinn er samstarfsverkefni Grasagarðsins, Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Skógræktarfélags Íslands.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.