Aðalfundur 2021
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2021 verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. október kl. 10-13.
Fyrirhugað var að halda fundinn í Mosfellsbæ dagana 20. – 22. ágúst 2021, með Skógræktarfélag Mosfellsbæjar sem gestgjafa en í ljós stöðu mála vegna Covid-19 var ákveðið að fresta fundinum og breyta fyrirkomulagi hans. Fundurinn verðu haldinn í fundarsal Arionbanka, Borgartúni 19, Reykjavík, laugardaginn 2. október kl. 10-13. Eingöngu kjörnir fulltrúar skógræktarfélaga verða boðaðir á fundinn, enda er efni hans fyrst og fremst afgreiðsla nauðsynlegra skylduverka, eins og kveðið á um í 6. grein laga félagsins.
Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast á síðu fundarins.