Skip to main content

Aðalfundur 2021

Með júní 30, 2021október 4th, 2021Aðalfundir

Aðalfundur Skógræktarfélag Íslands var haldinn í fundarsal Arionbanka í Borgartúni Reykjavík laugardaginn 2. október 2021 og var það 86. aðalfundur félagsins. Fyrirhugað hafði verið að halda fundinn með hefðbundnu í Mosfellsbæ, með Skógræktarfélag Mosfellsbæjar sem gestgjafa, en vegna aðstæðna tengdra kórónuveiru reyndist það illmögulegt. Voru því eingöngu kjörnir fulltrúar skógræktarfélaga boðaðir á fundinn, til að afgreiða skylduverkefni aðalfundar skv. 6. grein laga félagsins. Einnig var fulltrúum boðið upp á að fylgjast með fundinum í fjarfundi.

Fundurinn hófst með ávarpi Jónatan Garðarssonar, formanns Skógræktarfélags Íslands, þar sem hann fór yfir það helsta úr starfi félagsins frá síðasta aðalfundi. Brynjólfur Jónsson fór yfir reikninga félagsins og Þuríður Yngvadóttir, formaður Landgræðslusjóðs, flutti skýrslu sjóðsins. Reikningar og starfsskýrsla voru svo borin upp til samþykktar og var hvoru tveggja samþykkt samhljóða. Ein tillaga að lagabreytingu var lögð fyrir fundinn, er fólst í viðbót er tilgreinir hvað gera skuli við slit félagsins og var hún samþykkt með breytingum eftir umræður á fundinum. Tvær tillögur að ályktunum voru samþykktar, um bótamat á skógi og landsáætlun í skógrækt.

Því næst var gengið til kosninga. Úr stjórn áttu að ganga Jens B. Baldursson, Skógræktarfélagi Akraness, og Þuríður Yngvadóttir, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar, og gáfu þau bæði kost á sér áfram. Engar aðrar tilnefningar bárust, svo þau voru sjálfkjörin. Varastjórn var endurkosin óbreytt og í henni sitja Kristinn H. Þorsteinsson, Skógræktarfélagi Kópavogs, Valgerður Auðunsdóttir, Skógræktarfélagi Árnesinga, og Björn Traustason, Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar.

 

Ályktanir aðalfundar (.pdf)

Gögn fundar:

Kjörbréf – form (.docx)

Dagskrá (.pdf)

Starfsskýrslur:

Starfsskýrsla Skógræktarfélags Íslands 2020-2021 (.pdf)

Starfsskýrsla Landgræðslusjóðs 2021 (.pdf)

Reikningar:

Ársreikningur Skógræktarfélags Íslands er í starfsskýrslu Skógræktarfélags Íslands 2020-2021.

Landgræðslusjóður (.pdf)

Skógræktarsjóður Húnavatnssýslu (.pdf)

Úlfljótsvatn sf. (.pdf)

Yrkja (.pdf)