Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar 2012

Með mars 20, 2012febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar árið 2012 verður haldinn þriðjudaginn 20. mars í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund. Hefst fundur kl. 20:00.

Dagskrá:

1. Venjuleg aðalfundarstörf

1.1 Kjör fundarstjóra

1.2 Skýrsla stjórnar 2011

1.3 Reikningar félagsins 2011

1.4 Ákvörðun um félagsgjöld 2012

1.5 Stjórnarkjör. Kjósa skal þrjá aðalmenn og tvo til vara, auk tveggja skoðunarmanna

2. Önnur mál

3. Kaffiveitingar í boði félagsins

4. Barbara Stanzeit líffræðingur flytur erindi með myndum: Stórvirkið á Garðaholti. Um ræktun Sigurðar Þorkelssonar og Kristínar Gestsdóttur í Grænagarði.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Stjórn Skógræktarfélags Garðabæjar