Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2010 settur

Með 27. ágúst, 2010febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2010 var settur á Hótel Selfossi í dag. Gestgjafar fundarins að þessu sinni eru Skógræktarfélag Árnesinga.

Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setti fundinn og má lesa ávarp hans hér. Einnig fluttu ávarp Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga, Johan C. Löken, formaður Skógræktarfélags Noregs, Elfa Dögg Þórðardóttir, formaður framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar og Jón Loftsson skógræktarstjóri.

Að ávörpum loknum tóku við hefðbundin aðalfundarstörf fram að hádegi. Eftir hádegi var svo haldið í vettvangsferð um nágrenni Selfoss. Fyrst var farið í Tryggvagarð, þar sem afhjúpaður var bautasteinn til að marka garðinn. Því næst var haldið að Snæfoksstöðum í Grímsnesi, þar sem fundargestir fóru í skoðunarferð um skóginn, sem lauk með afhjúpun þriggja bautasteina, með nöfnum deilda Skógræktarfélags Árnesinga, formönnum og stjórnarmönnum og starfsmönnum félagsins. Einnig var Óskar Þór Sigurðsson, fyrrverandi formaður félagsins gerður að heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands við þetta tækifæri. Því næst var slegið upp skógarveislu.

Fundurinn heldur svo áfram á laugardagsmorgun með fræðsluerindum.

Svipmyndir af fundinum má sjá á fésbókarsíðu félagsins.

´img_0010

Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setur aðalfund  2010.