Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2011

Með 1. september, 2011febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2011 hefst í Grundarfirði föstudaginn 2. september og stendur fram á sunnudag. Er þetta í fyrsta skipti sem fundurinn er haldinn á Grundarfirði, en það er Skógræktarfélag Eyrarsveitar sem er gestgjafi fundarins að þessu sinni.

Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður farið í skoðunarferðir um skógarreiti á Snæfellsnesi og boðið er upp á áhugaverð erindi, auk þess sem fundurinn er einn helsti félagslegi vettvangur skógræktarfélaganna, þar sem fundargestum gefst kostur á að hitta gamla og nýja félaga innan skógræktarhreyfingarinnar.

Dagskrá fundarins má sjá á síðu fundarins (hér).