Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2012 settur

Með ágúst 25, 2012febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2012 var settur í gær, föstudaginn 24. ágúst, en að þessu sinni er hann haldinn á Blönduósi, í boði Skógræktarfélags A-Húnvetninga.

Hófst fundurinn með ávörpum, skýrslu stjórnar og kynningu reikninga Skógræktarfélags Íslands og Landgræðslusjóðs. Eftir hádegismat var unnið að tillögum að ályktunum í nefndum en að því loknu var haldið í kynnisferð á vegum Skógræktarfélags A-Húnvetninga um skógarreiti í nágrenninu.

Fundur hélt svo áfram í dag, en fyrir hádegi eru margvísleg áhugaverð fræðsluerindi. Eftir hádegið er svo komið að annari kynnisferð. Fundi lýkur svo um hádegi á morgun.

Fylgjast má með fundinum á Facebook-síðu Skógræktarfélags Íslands (hér).