Skip to main content

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs

Með október 23, 2014febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 23. október 2014 kl. 20:00 í Gullsmára 13, Kópavogi (Félagsheimili aldraðra).

Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins:

1. Hefðbundin aðalfundarstörf

a. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
b. Skýrslur nefnda. Fossárnefnd
c. Lagðir fram reikningar félagsins til samþykktar
d. Tillaga að félagsgjaldi
e. Lagabreytingar. Fyrir liggur tillaga frá Sigríði Elefsen um lagabreytingar
f. Kosningar samkvæmt félagslögum
g. Tillögur um framtíðarverkefni félagsins og stefnumótun
h. Önnur mál

2. Tillaga stjórnar um að selja Kópavogsbæ 55 % eignarhluta í Leiðarenda 3, frístunda –og
þjónustuhúsi í Guðmundarlundi.

Veitingar í boði félagsins – mætum öll.

Stjórn Skógræktarfélags Kópavogs.