Aðalfundur Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn 25. mars

Með mars 19, 2010febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Aðalfundur Skógræktarfélags skáta við Úlfljótsvatn verður haldinn í húsakynnum Bandalags íslenskra skáta að Hraunbæ 123 fimmtudaginn 25. mars og hefst hann kl. 20:00.

Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Veitingar í boði félags.
3. Erindi: Jón Guðmundsson, sem þekktur er fyrir ræktun ávaxtatrjáa, mun fjalla um hvernig hægt er að rækta „suðræna“ ávexti hérlendis.

Allir velkomnir.