Skip to main content

Áhugaverð umfjöllun um skógrækt í Glettingi

Með 9. mars, 2011febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Nýtt tölublað hins vandað tímarits Glettings, sem fjallar um austfirsk málefni, er komið út. Meðal efnis er áhugavert viðtal Magnúsar Stefánssonar ritstjóra við Eymund Magnússon, landskunnan bónda í Vallarnesi á Héraði. Í viðtalinu kemur fram að auk lífrænnar ræktunar hefur skógrækt og skjólbeltarækt verið stunduð af krafti. Brot úr viðtalinu: „Þótt ég hefði ekki gert neitt annað finnst mér þetta raunverulega það sem ég er stoltastur af sem mínu ævistarfi – að skilja eftir þennan skóg í Vallanesi. Og lífið sem þessi skógur hefur skapað – það skal ekki vanmeta. Hingað hafa komið bændur utan af Héraði og orðið þögulir hérna á hlaðinu hjá mér og undrast hversu fuglalífið er mikið. Þetta er sannarlega hinn andlegi gróði af skóginum, fuglalífið og þetta mikla skjól sem skógurinn hefur skapað. Um leið myndast skjól fyrir ræktunina sem gerir mér kleift að rækta fleiri tegundir og rækta betur en ég gæti annars á berangri. Munurinn er gífurlegur, maður gengur inn í skjól á milli beltanna en um leið og farið er út af hinu skýlda svæði er komið í vindstreng. Rakinn helst betur í jörðinni, jarðvegurinn verður heitari og allt vex betur“.

Viðtalið í heild sinni má lesa á heimasíðu Glettings (hér).