Skip to main content

Áhugavert efni um vind og landslag

Með janúar 26, 2010febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Alexander „Sandy“ Robertson er mörgu skógræktarfólki hér að góðu kunnur. Sandy er fæddur og uppalinn í Skotlandi, en vann lengst af í skógargeiranum á  Nýfundnalandi í Kanada, þar sem hann er búsettur. Hann er sannkallaður Íslandsvinur – kom fyrst hingað til lands árið 1962 og hefur komið margoft síðan, þar á meðal til námskeiðahalds við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Sandy opnaði fyrir nokkru vefsíðu titlaða Wind and Landscape, en samspil vinds, landslags og skóga hefur verið eitt aðal rannsóknarefni hans í gegnum tíðina. Á síðunni er margvíslegur fróðleikur um helstu áhugamál og viðfangsefni Sandys – rannsóknir hans,  Ísland, Nýfundnaland, Skotland, útskurð í við og sekkjapípur,  en eins og sönnum Skota sæmir er Sandy liðtækur sekkjapípuleikari.

Nú er búið að bæta efni á íslensku á síðuna – Lesið í vindinn, en það er íslensk útgáfa á samsafni skyggna um vind og landslag. Skyggnurnar hafa verið notaðar í námskeiðum sem haldin hafa verið hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, meðal annars námskeiðinu Skjól, skógur og skipulag (Landscape and Shelterwood), þar sem fjallað var um hinar ýmsu hliðar vinds og samverkun hans við landslag, meðal annars áhrif veðurfars, skjólmyndun, uppbyggingu skjólbelta, hönnun í sátt við umhverfið og líf-og jarðfræðilegan fjölbreytileika.  Er hér um fjársjóð fróðleiks að ræða, fyrir alla sem kljást við skógrækt í vindasömum löndum, eins og Ísland vissulega er á köflum.

Hér má finna tengil á síðuna – www.windandlandscape.com.

 

Sandy með sekkjapípuna (Mynd: BJ). 
sandy

 

Margir Íslendingar hafa komið að Lesið í vindinn með einum eða öðrum hætti gegnum árin – fólk frá Skógræktarfélagi Íslands, Skógrækt ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands. Þýðing á Lesið í vindinn (Wind reader) var kostuð af Landgræðslu ríkisins og Ingvi Þorsteinsson náttúrurfræðingur annaðist þýðinguna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

X