Skip to main content

ALASKA 2001

Farið var í mikla ævintýraferð til Alaska-fylkis í Bandaríkjunum 7.-24. september 2001. Markmið ferðarinnar var að kynnast náttúru svæðisins, ekki síst umhverfi helstu trjátegunda sem notaðar eru í íslenskri skógrækt.

Ferðin var farin í samstarfi Skógræktarfélags Íslands og Félags skógareigenda. Um skipulagningu og undirbúning sá Bjartmar Sveinbjörnsson, prófessor í skógarvistfræði við háskólann í Anchorage, en einnig kom að undirbúningnum Tumi Traustason líffræðingur, ásamt starfsmönnum Skógræktarfélags Íslands.

Fararstjórar voru Jón Geir Pétursson frá Skógræktarfélagi Íslands, Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, og Sæmundur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skjólskóga á Vestfjörðum.

Í 1. tbl. Skógræktarritsins 2003 er grein um ferðina og má lesa hana hér (pdf).

Stutta ferðasögu úr ferðinni má lesa hér (pdf).