Skip to main content

Atvinnuátak í Kópavogi

Með 8. júní, 2012febrúar 13th, 2019Skógargöngur

60 manns fá vinnu við skógrækt og umhirðu á umsjónarsvæðum Skógræktarfélags Kópavogs í sumar. Störfin verða aðallega unnin í Guðmundarlundi og í Selfjalli í Lækjarbotnum.
Atvinnuátakið er samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands, Skógræktarfélags Kópavogs og Kópavogsbæjar. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og Bragi Michaelsson, formaður Skógræktarfélags Kópavogs, undirrituðu samning um atvinnuátakið í Ráðhúsi Kópavogs föstudaginn 8. júní. Samningurinn jafngildir allt að 10 ársverkum (120 mannmánuðum).

Samningurinn er hluti af atvinnuátaki Skógræktarfélags Íslands sem nær um land allt. Í nafni átaksins hafa verið sköpuð um 50 ársverk á hverju ári síðan 2009 og stefnir í að svipaður fjöldi starfa verði til á þessu ári. Líkt og fyrri ár verða stærstu verkefnin að þessu sinni í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi.

atvatakkop

F.v. Magnús Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson og Bragi Michaelsson við undirritunina (Mynd:EJ).