Skip to main content

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir fækkun aspartrjáa í miðborginni

Með janúar 19, 2011febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Borgarstjórn Reykjavíkur ákvað þann 18. janúar að fela garðyrkjustjóra Reykjavíkur að móta áætlun um fækkun aspartrjáa í miðborginni.

Samkvæmt tillögu Besta flokksins og Samfylkingarinnar á að hefjast handa við að fjarlægja aspir og setja önnur tré í staðinn, en í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna lýsti Jón Gnarr borgarstjóri því yfir í pistli að garðahlynur og birki væru mun fallegri tré sem hentuðu betur í borginni (sjá nánar á mbl.is).

Ekki deila þó allir þessum smekk borgarstjóra (sjá hér og hér).

X