Skip to main content

Dagur íslenskrar náttúru

Með 16. september, 2012febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í annað sinn sunnudaginn 16. september nk. Á deginum afhendir umhverfisráðherra fjölmiðlaverðlaun fyrir góða umfjöllun um umhverfismál og einnig verður Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti veitt einstaklingi sem skarað hefur fram úr við vernd náttúrunnar.

Umhverfisráðuneytið hefur opnað sérstaka slóð á heimasíðu ráðuneytisins þar sem er að finna frekari upplýsingar og þar geta allir þeir sem efna til viðburða skráð þá. Frekari upplýsingar um daginn er að finna á slóðinni: http://www.umhverfisraduneyti.is/.

Er skógræktarfólk hvatt til að láta sitt ekki eftir liggja og efna til skemmtilegra skógarviðburða í tilefni dagsins.