Skip to main content

Erindreki Skógræktarfélags Íslands á ferðinni í sumar

Með 15. júní, 2010febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Í sumar mun erindreki frá Skógræktarfélagi Íslands (SÍ) verða á ferðinni og heimsækja skógræktarfélög víða um land til að efla tengsl SÍ við félögin, kynna sér helstu viðfangsefni og vandamál þeirra og veita þeim margvíslega aðstoð og hvatningu.

Erindrekinn sem um ræðir er ungur maður að nafni Jón Ásgeir Jónsson.  Hann er nemandi í líffræði við Háskóla Íslands og stefnir á skógræktarnám í framhaldinu. Jón Ásgeir  hefur verið „sumarstrákur“ hjá félaginu undanfarin tvö ár (reyndar teygst yfir í „hauststrákur“ líka) og fengist við hin ýmsu störf innan félagsins á þeim tíma, þannig að hann hefur kynnst starfsemi þess vel. Þess má geta að hann er einn aðal hvatamaður að stofnun Gróðurvina Háskóla Íslands, en markmið þess félagsskapar er að auka gróður á vel völdum stöðum á háskólasvæðinu og hafa fyrstu trén þegar verið sett niður við Öskju.

jaj
Jón Ásgeir við vinnu í jólaskógi Skógræktarfélags Íslands í Brynjudal (Mynd: EG).