Skip to main content

Líf í lundi: Skógræktarfélag Reykjavíkur - Skógarblót í Öskjuhlíð

25júní21:00Líf í lundi: Skógræktarfélag Reykjavíkur - Skógarblót í Öskjuhlíð

Nánari upplýsingar um viðburð

Laugardaginn 25. júní kl. 21 standa Skógræktarfélag Reykjavíkur og Ásatrúarfélagið fyrir skógarblóti í Öskjuhlíð. Hilmar Örn Hilmarsson alsherjargoði og Alda Vala Ásdísardóttir Hvammverjagoði stýra blótinu en af þessu tilefni verður gróðursett reynitré. Athöfnin hefst klukkan 21:00 og fer fram við minnisvarða um Sveinbjörn Beinteinsson nálægt hofi Ásatrúarfélagsins (austan við Háskóla Reykjavíkur og Nauthól). Ketilkaffi og kakó á boðstólum.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur – https://heidmork.is/skogarblot-i-oskjuhlid-laugardagskvoldid-25-juni/

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Líf í lundi sem er útivistar- og fjölskyldudagur í skógum landsins, sem skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að. Sjá https://www.facebook.com/lifilundi/ og Skógargátt – https://www.skogargatt.is/

Sjá meira

Tímasetning

(Laugardagur) 21:00(GMT+00:00)