Skip to main content

Fagráðstefna skógræktar 2012: Tegundir, kvæmi og klónar í íslenskri skógrækt

Með janúar 26, 2012febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2012 verður haldin dagana 27.-29. mars n.k. Ráðstefnan er haldin árlega og er hefð fyrir því að hún flakki réttsælis um landið, á nýjum og nýjum stöðum. Að þessu sinni verður hún á Fosshótel Húsavík.

Rúta er í boði fyrir ráðstefnugesti frá Akureyrarflugvelli til Húsavíkur þriðjudaginn 27. mars kl. 17:00 og til baka frá Húsavík til Akureyrar 29. mars kl. 15:00. Ráðstefnugögn verða afhent kl. 18:00 til 19:00 þriðjudaginn 27. mars. Fyrir liggur mjög hagstæður samningur við hótelið, svo verð á mat og gistingu er afar hagstætt. Eru allir hvattir til að mæta á umræddum tíma á þriðjudeginum og nota kvöldið til að rækta tengslin við annað skógarfólk. Reiddur verður fram kvöldverður kl. 19:00 á þriðjudagskvöldið. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 9:00 á miðvikudeginum, þannig að eigi menn ekki um þeim mun skemmri veg að sækja, kemur sér vel að geta mætt strax kvöldið áður.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 1. mars í tölvupóst Skráningareyðublað má nálgast hér (pdf)

Skipulagsnefnd óskar jafnframt eftir erindum (20+10 mín.) og veggspjöldum á fagfundinn. Áhugasamir sendi tillögur á nls (hjá) nls.is eða einhvern fulltrúa í skipulagsnefnd fyrir 1. mars n.k. Viðkomandi verða látnir vita fyrir 7. mars hvort þeir fá úthlutað erindi eða veggspjaldi.


Kostnaður:
Ráðstefnugjald: 4.000,-
Gisting og matur (gist í 2ja manna herbergi): 21.460,-
Gisting og matur (gist í eins manns herbergi): 30.460,-
Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, skoðunarferð, rúta o.fl. Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting í tvær nætur á Fosshótel Húsavík, tveir kvöldverðir, þ.a. einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir og morgunmatur á miðvikudags- og fimmtudagsmorgni og ráðstefnukaffi.

Drög að dagskrá:
Uppfærð drög að dagskrá verður að finna á:
http://www.skogur.is/fagradstefna2012 innan skamms. Meðal efnis sem þegar liggur fyrir eru erindi um kvæmaval stafafuru, fjallaþins, skógarfuru og sitkagrenis byggt á nýjum mælingum á misjafnlega gömlum kvæmatilraunum. Flutt verður erindi um kynbætur á alaskaösp og skoðuð almenn reynsla af notkun elris á Íslandi.  Fjölmargar óskir um veggspjöld hafa einnig komið fram.  Endanleg dagskrá mun fyrst liggja fyrir 7. mars þegar búið verður að meta allar innsendar tillögur og óskir um flutning erinda og kynningu veggspjalda.

Þriðjudagur 27. mars 2012
17:00 Brottför Rúta frá Akureyrarflugvelli (flug Rvík-Ak. 16:00-16:45)
18:00-19:00 Skráning og afhending ráðstefnugagna
19:00-20:00 Kvöldmatur á Hótel Húsavík
20:30 -> Spjall og ýmsir fundir s.s. aðalfundur Skógfræðingafélagsins

Miðvikudagur 28. mars 2012
9:00- 9:10 Setning, gestir boðnir velkomnir
9:10-10:10 Inngangserindi
10:10-10:40 Erindi
10:40-11:00 Kaffihlé
11:00-12:30 3 erindi
12:30-13:30 Matur
13:30-15:00 3 erindi
15:00-15:30 Kaffihlé
15:30-16:30 Veggspjaldakynning
16:30-17:00  Hlé
17:00-19:00 Gönguferð í lystigarð Húsavíkur og í grenilundinn ofan Húsavíkur.  Kynning á Garðarshólmsverkefninu (snarl)
20:00->  Kvöldverður og skemmtidagskrá

Fimmtudagur 29. mars 2012
9:00-10:30 3 erindi
10:30- 11:00 Kaffi
11:00-12:30 3 erindi
12:30-13:30 Matur
13:30-14:30 2 erindi
14:30-15:00 Samantekt – ráðstefnuslit
15:00 Brottför með rútu til Akureyrar (flug 17:10-17:55)

fagradstefna