Skip to main content

Fagráðstefna skógræktar 2013 – Umhirða ungskóga

Með febrúar 1, 2013febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Fagráðstefna skógræktar 2013 verður haldin á Hótel Hallormsstað dagana 12.-14. mars næst komandi. Ráðstefnan er haldin árlega og er hefð fyrir því að hún flakki réttsælis um landið. Meginþemað að þessu sinni er umhirða ungskóga og verður um helmingur erinda tengdur því. Fyrst og fremst verður um nýjar rannsóknarniðurstöður og upplýsingar að ræða en dagskráin verður þó að einhverju leyti blönduð.

Uppfærð drög að dagskrá verður að finna á heimasíðu Skógræktar ríkisins innan skamms.

Skráning á ráðstefnuna fer fram til 1. mars í tölvupóst olof@heradsskogar.is eða í síma 471-2184 (starfsmenn Héraðs- og Austurlandsskóga). Við skráningu þarf að taka fram hvaða kosti menn velja í gistingu og munu ráðstefnuhaldarar ganga frá pöntun við hótelhaldara á Hótel Hallormsstað.

Kostnaður:
Ráðstefnugjald: 4.500,-
Gisting og matur (gist í 2ja manna herbergi): 27.900,-
Gisting og matur (gist í eins manns herbergi): 32.100,-

Innifalið í ráðstefnugjaldi eru ráðstefnugögn, skoðunarferð, o.fl.
Innifalið í gjaldi fyrir gistingu og mat er: Gisting í tvær nætur á Hótel Hallormsstað, aðgangur að HótelSpa tveir kvöldverðir, þ.a. einn hátíðarkvöldverður, tveir hádegisverðir, morgunmatur á miðvikudags- og fimmtudagsmorgni og ráðstefnukaffi.