Skip to main content

Fræðsluerindi: Í upphafi skyldi endinn skoða. Hversu há og gömul verða trén?

Með apríl 22, 2013febrúar 13th, 2019Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs stendur fyrir fræðsluerindi mánudaginn 22. apríl, kl. 19:30 og fer það fram í Menntaskólanum í Kópavogi, stofu N15. Fyrirlesari er Sigríður Erla Elefsen.

Í daglegu umhverfi má víða finna „há og gömul tré“ en eru þau endilega svo „há og gömul“?. Meðan einhverjir standa frami fyrir háum trjám í görðum sínum eða sumarhúsalöndum, velta aðrir því fyrir sér hvað á að gróðursetja. Hvort sem hugað er að grisjun eða gróðursetningu gildir að sjá fyrir sér hvað verður. Í þessu erindi verða trjátegundir skoðaðar með tilliti til hæðar og aldurs. Einnig verður rætt lítillega um skjóláhrif og hvernig má hafa áhrif á þau.

 

X