Skip to main content

Fræðsluerindi: Ávaxtayrki fyrir norðlægar slóðir – val og reynsla Finna

Með ágúst 17, 2011febrúar 13th, 2019Fræðsla

Endurmenntun LbHÍ og Garðyrkjufélag Íslands standa fyrir fræðsluerindi um uppruna,  eiginleika og umhirðu ávaxtayrkja sem Finnar hafa verið að nota í  ræktun sinni og reynst hafa vel við norðlæg skilyrði. Hluti þessara  yrkja  er nú kominn í tilraunaræktun hér á landi frá gróðrarstöð Leifs Blomqvist garðyrkjumanns í Lepplax sem er í Österbotten í Finnlandi.  Fjallað verður um mörg þau yrki sem eru notuð í ávaxtaræktunarverkefni Landbúnaðarháskólans og Garðyrkjufélagsins sem hófst vorið 2011. Sum þeirra hafa verið til sölu hér á  landi í nokkur ár.

Leif ræktar einnig rósir og ber í sinni garðyrkjustöð og hefur m.a. gefið út bækurnar Våra fruktsorter og Trädgårdens bär.

Erindið er ætlað öllu áhugafólki um ræktun aldintrjáa, hvort um er að ræða fagfólk eða áhugafólk.

Erindið er flutt á ensku, en fagorð og einstök atriði úr erindinu eru þýdd ef þörf krefur. Tími verður til fyrirspurna og umræðna í lokin.
 
Tími: Miðvikudaginn. 17. águst,  kl. 20:00 – 22:00 í fundarsal Arion banka Borgartúni 19 Reykjavík.

Verð: 3.500 kr. (2.500 kr. fyrir félaga í Garðyrkjufélagi Íslands, munið að gefa upp skírteinisnúmerin fyrir árið 2011).
 
Skráning til 16. ágúst. Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra kr. 3.500 eða kr. 2500 fyrir  félaga GÍ  á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590 og senda kvittun á
endurmenntun(hjá)lbhi.is. Einnig verður tekið  á móti greiðslu í peningum á staðnum.  

Skráningar:
endurmenntun(hjá)lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433-5000.