Skip to main content

Fræðslufundur: Áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar

Með 8. nóvember, 2016febrúar 13th, 2019Fræðsla

Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 19:30 flytur Hreinn Óskarsson, skógfræðingur hjá Skógræktinni og Hekluskógum, mjög áhugavert erindi um Áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar þar sem hann lýsir m.a. hæfileikum birkisins til vaxtar þó það lendi í öskufalli, í máli og myndum. Einnig hvernig hægt er að hefta öskufok með skógi, en það er einmitt eitt af markmiðum með ræktun Hekluskóga, en fyrst þarf að glíma við að koma skóginum upp í vissa hæð og þéttleika.

Fræðslufundurinn er haldinn í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1 (gengið inn á jarðhæð frá Ármúla).

Aðgangseyrir er krónur 750,-

Allir velkomnir!

Fræðslufundurinn er samstarfsverkefni Garðyrkjufélags Íslands, Skógræktarfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar.