Skip to main content

Fræðslufundur: Ræktun í kerjum og pottum – Skógur á svölunum

Með 17. apríl, 2012febrúar 13th, 2019Fræðsla

Skógræktarfélag Kópavogs verður með fræðslufund þriðjudaginn 17. apríl, kl. 19:30. Þar mun Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur og forstöðumaður Starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, flytja erindi um ræktun í pottum og kerjum á svölunum eða pallinum. Fyrirlesturinn nefnir Guðríður „Veggjatítlur á svölunum“.

Fundurinn er haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi, gengið inn frá Digranesvegi, um súlnainngang í vesturenda. Salur er á 3. hæð, lyfta við inngang.

Kaffiveitingar, inngangseyrir 500 kr.

Allir velkomnir.