Skip to main content

Fræðslufundur Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

Með maí 7, 2013febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 7. maí kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í sal við hlið Bókasafns Mosfellsbæjar í Kjarna, þar sem þjónustuver Mosfellsbæjar var áður til húsa.

Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur flytur erindi um ræktun og klippingar á berjarunnum. Berjarunnar, einkum rauðrifs og sólber hafa í gegnum tíðina notið vinsælda í garðrækt. Þó runnarnir séu auðræktaðir er ekki á vísan að róa með uppskeru, en margir þættir geta t.d. haft áhrif á blómgun, aldimyndun og annan þroska berjarunna þannig að uppskera reynist rýrari en vonir stóðu til.

Björn Traustason frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar og í samstarfsnefnd skógræktarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu segir í stuttu máli frá vinnu við hönnun á Græna stígnum innan Græna trefilsins á höfuðborgarsvæðinu og hugmyndum sem komið hafa upp um legu stígsins í Mosfellsbæ.

Allir áhugasamir eru boðnir hjartanlega velkomnir. Heitt kaffi á könnunni í boði.