Skip to main content

Fræðsluganga í Kópavogsdal – Vin í alfaraleið, gróður og saga

Með júlí 10, 2012febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Í fræðslugöngu Skógræktarfélags Kópavogs og Skógræktarfélags Íslands um Selhóla í Lækjarbotnum þann 12. júní síðastliðinn slógu þeir Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogs og Gísli Bragason jarðfræðingur rækilega í gegn sem leiðsögumenn. Þeir félagar fjölluðu þá gróður, jarðfræði og sögu staðarins.

Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri ætlar enn á ný að ausa úr viskubrunni sínum á þriðjudagskvöldið 10. júlí í fræðslugöngu um Kópavogsdal.  Leitast verður við að kynna fólki þann gróður sem fyrir augu ber á þessu vinsæla útivistarsvæði og sagt verður frá sögu svæðisins.

Lagt verður í gönguna frá bílastæðinu við Digraneskirkju kl. 19:30.

X