Skip to main content

Fuglavernd: Alþjóðlegi farfugladagurinn – fuglaskoðun á Álftanesi

Með maí 12, 2013febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Í tilefni af alþjóðlega farfugladeginum munu Fuglavernd vera með fuglaskoðun á Álftanesi sunnudaginn 12. maí. Allflestir farfuglarnar eru komnir og búist er við miklu fuglalífi. Ólafur Torfason fuglamerkingarmaður með meiru mun leiða hópinn en lagt verður af stað frá Kasthústjörn klukkan 13:00 stundvíslega.

Ljósmyndin er af margæs en nú er mikið af þeim á Álftanesi og eru þær hér fargestir vor og haust. Margæsin er minnsta gæsin hér á landi, aðeins lítið eitt stærri en stokkönd, með sótsvart höfuð, háls og bringu, grábrúnt bak og vængi. Okkar fargestir eru af undirtegund sem er ljósari á kviðinn og verpa á kanadísku Íshafseyjunum en hafa vetursetu á Írlandi. Aðalfæða þeirra er marhálmur, og draga þær nafn sitt af því, en þær sækja oft í tún á vorin og éta sjávarfitjung og grænþörunga.

Allir eru velkomnir en gaman er að taka sjónaukann með og klæða sig vel.

fuglavernd-fuglaskodun-mai

Mynd: Eyþór Ingi Sigurðsson.

Umsjón með persónuverndarstillingum

Afar Nauðsynlegt

Vafrakökur eru nauðsynlegar til að vefsetrið starfi eðlilega.

gdpr[allowed_cookies], gdpr[consent_types]

Notendasamskipti

Vafrakökurnar eru notaðar til að fylgjast með notendasamskiptum og skynja þegar hugsanleg vandkvæði koma upp. Þær hjálpa okkur að bæta þjónustu okkar með því að láta í té greiningargögn um hvernig notendur nota þetta vefsetur.

-

Markaðssetning

Notaðu vafrakökur til að nýta þér reynslu markaðssetningar til hins ýtrasta á veraldarvefnum. Allar aðgerðir/áætlanir eru að mestu leyti viðeigandi fyrir hvern einstakling og eru jafnframt viðeigandi valkostur fyrir hvern ritstjóra vefseturs sem og aðra.

_
_ir

X