Skip to main content

Fuglavernd: fræðslufundur 17. febrúar

Með 17. febrúar, 2010febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Miðvikudaginn 17. febrúar verður fimmti fræðslufundur vetrarins hjá Fuglavernd. Þá mun Sigurður Ægisson flytja í máli og myndum erindi um fugla í íslenskri þjóðtrú. Einnig mun hann koma inn á önnur svið sem tengjast þjóðtrúnni, svo sem alþýðuheiti fugla.

Sigurður er guðfræðingur og þjóðfræðingur að mennt og hefur um margra ára bil safnað heimildum um íslensku varpfuglana í menningarsögunni. Í erindi sínu mun hann fjalla um þetta áhugamál sitt, einkum það sem lýtur að hlut þjóðtrúarinnar og mun hann leiða viðstadda inn í þennan mjög svo athyglisverða heim.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Arion-banka í Borgartúni 19. Fundurinn er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 300 krónur fyrir aðra.

Nánar upplýsingar á vefsíðu Fuglaverndar.