Skip to main content

Fuglavernd: Fuglar og lúpína – dýralíf í uppgræddu landi

Með 14. febrúar, 2012febrúar 13th, 2019Ýmislegt

Brynja Davíðsdóttir gerði samanburðarrannsókn á þéttleika fugla og tegundasamsetningu á óuppgræddu og nýuppgræddu landi og í lúpínubreiðum sumarið 2011.Í ljós kom mikil aukning í dýralífi á uppgræddu landi miðað við óuppgrætt land, en einnig munur milli mólendis og lúpínubreiða bæði hvað varðar magn og samsetningu smádýrahópa og fuglategunda.

Brynja mun segja frá rannsókninni á fræðslufundi Fuglaverndar þriðjudaginn 14.febrúar n.k. en fundurinn verður í haldinn í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19 og byrjar klukkan 20:30.  Gengið er inn um aðal inngang hússins á austurhlið hússins. 

Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.

fuglavernd-lupinufuglar

Mynd: Brynja Davíðsdóttir