Skip to main content

Fuglaverndarfélag Íslands – annar fræðslufundur vetrarins

Með 17. september, 2009febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Á næsta fræðslufundi Fuglaverndar mun búlgarski fuglafræðingurinn Sergey Dereliev segja frá AEWA í máli og myndum. AEWA er Alþjóðlegur samningur um vernd farfugla og votlendisfugla í Afríku og Evrasíu (African-Eurasian Migratory Waterbird Agreement) og er sáttmálinn í tengslum við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP).

Sergey Dereliev er sérfræðingur hjá AEWA og mun hann kynna sáttmálann, markmið og helstu verkefni (sjá nánar á vefsíðu AEWA hér).

AEWA sáttmálinn er afar gagnlegur til verndar farfuglum sem ferðast milli landa og heimsálfa og mundi nýtast vel til verndar íslensku farfuglunum enda hefur það verið markmið Fuglaverndar um árabil að Ísland gerist aðili að sáttmálanum og félagið margrætt það mál við hina ýmsu umhverfisráðherra. Ísland er eitt örfárra Evrópuríkja sem ekki á aðild að sáttmálanum.

Fyrirlesturinn verður mánudaginn 21. september  í húsakynnum Kaupþings í Borgartúni 19 og hefst fundurinn klukkan 20:30.  Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

 

fi-2fundur