Skip to main content

Fuglaverndarfélag Íslands: Fræðsluerindi um fuglaskoðun í Ecuador

Með 10. nóvember, 2009febrúar 13th, 2019Fræðsla

Þriðjudaginn 10. nóvember mun Fuglavernd halda fræðsluerindi um fuglaskoðun í Ecuador þar sem Yann Kolbeinsson ljósmyndari mun segja frá ferð sinni og sýna úrval mynda.

Ecuador er fremur lítið land í Suður-Ameríku sem liggur um miðbaug. Mjög fjölbreytt búsvæði og lega landsins, sem er tæplega þrisvar sinnum stærra en Ísland, valda því að yfir 1600 fuglategundir hafa verið skráðar þar. Af búsvæðum má nefna þurrt skóglendi við vesturströnd landsins, regnskóga á vestur- og austurhlíðum Andesfjalla, opin svæði ofan trjálínu í Andesfjöllunum sem minna þó nokkuð á Ísland og Amazon skógurinn með sitt fjölbreytta vatnakerfi. Auk hinna fjölmörgu varpfugla landsins er þó nokkur fjöldi farfugla frá Norður-Ameríku sem dvelur þarna um veturinn.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Kaupþings í Borgartúni 19. Fundurinn eru öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 200 krónur fyrir aðra. Sjá www.fuglavernd.is.

fuglavernd-ecudaor
Sígaunafugl í Ecuador (Mynd: Yann Kolbeinsson).