Skip to main content

Fuglaverndarfélag Íslands: Fuglamerkingar fyrr og nú: Ný tækni til að njósna um ferðir fugla

Með apríl 13, 2010febrúar 13th, 2019Fræðsla

Fuglavernd verður með fræðsluerindi þriðjudaginn 13. apríl um merkingar fugla. Erindið flytur Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Guðmundur mun fjalla um fuglamerkingar í gegnum tíðina og þá hröðu þróun sem hefur átt sér stað í þeim á undanförnum áratugum. Hann mun kynna þá margvíslegu nýju tækni sem notuð er í dag til að fylgjast með ferðum einstakra fugla. Má þar nefna útvarpssenda, gagnarita margs konar og gervihnattasenda. Þessum  aðferðum fleygir mjög hratt fram og hátæknibúnaður þróast þannig að nákvæmni staðsetninga og upplausn í tíma eykst um leið og tækin minnka og léttast.  Smærri búnaður opnar möguleika til rannsókna á minni fuglum. Nýjar aðferðir verða kynntar og þeim lýst með dæmum um niðurstöður.

Fundurinn byrjar kl. 20:30 og er haldinn í húsakynnum Arion banka í Borgartúni 19. Fundurinn er öllum opinn svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra.  Á heimasíðu félagsins má finna frekari upplýsingar.