Skip to main content

Fulltrúafundur 2007

Með 12. maí, 2009apríl 17th, 2019Fulltrúafundir

Árlegur Fulltrúafundur skógræktarfélaganna var haldinn í Norræna húsinu laugardaginn 17. mars 2007.

Magnús Jóhannesson, formaður Skógræktarfélags Íslands, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Fundurinn hófst á undirskrift víðtæks samstarfssamnings Skógræktarfélags Íslands við Olís, um margvíslegan stuðning Olís við skógrækt og uppbyggingu á skógræktarsvæðum.

Því næst komu tvö áhugaverð fræðsluerindi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallaði um loftslagsbreytingar og þau áhrif sem þær geta haft á ræktunarskilyrði á Íslandi. Því næst hélt Soffía Waag Árnadóttir, nýráðinn framkvæmdastjóri Kolviðarsjóðs, kynningu á sjóðnum, markmiðum hans og hlutverki.

Næstur á mælendaskrá var Reynir Kristinsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst í Borgarfirði, sem kynnti yfirstandandi vinnu við nýja stefnumótun Skógræktarfélags Íslands, en sú stefnumótun var meginþema Fulltrúafundarins að þessu sinni.

Að lokinni kynningu Reynis var fundarmönnum skipt í fjórar nefndir, sem hver fjallaði um tiltekið efni stefnumótunarinnar, og fór það sem eftir var af fundinum í nefndavinnuna. Líflegar umræður urðu í öllum nefndunum og komu fram ýmsar áhugaverðar og gagnlegar athugasemdir og ábendingar. Fulltrúafundinum lauk svo formlega með samantekt nefnda og almennum umræðum.

Fundarstjóri var Páll Ingþór Kristinsson.

Eftir fundinn var haldinn skógræktarfagnaður, með léttum veitingum í boði Umhverfisráðherra.