Skip to main content

Fyrirlestur í Háskóla Íslands: Using the global recession as an opportunity to create a sustainable and desirable future

Með ágúst 26, 2009febrúar 13th, 2019Fræðsla

Síðast liðin misseri hafa fjölmargir erlendir sérfræðingar og fræðimenn komið til landsins og rætt um efnahagsmál. Fáir hafa þó talað um hvernig nýta megi þau tækifæri sem felast í breytingunum til þess að skapa betra og sjálfbærra samfélag sem lítur jafnt til varðveislu náttúruauðsins, félagslegra þarfa fólks og áframhaldandi hagsældar.

Dr. Robert Costanza, einn fremsti visthagfræðingur heims, heldur fyrirlestur í Öskju náttúrufræðahúsi stofu 132 við Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. ágúst kl 16. Fyrirlesturinn ber heitið: Using the global recession as an opportunity to create a sustainable and desirable future (hvernig nýta má núverandi efnahagslægð heimsins sem tækifæri til að byggja upp sjálfbæra framtíð).
 
Sjá nánar á heimasíðu Háskóla Íslands – hér.