Skip to main content

Ganga, fjör og fróðleikur um trjásafnið og Yndisgarðinn í Kópavogi

Með 15. september, 2011febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs stendur fyrir fjölskyldugöngu fimmtudaginn 15. september í tilefni af degi íslenskrar náttúru, sem er þann 16. september.

Lagt verður af stað frá austurenda Kjarrhólma kl. 17.00. Gengið verður um trjásafnið og Yndisgarðinn undir leiðsögn þeirra Samsonar B. Harðarsonar lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra Kópavogs. Á meðan geta börnin farið í leiki þar sem leyndardómar trjásafnsins verða uppgötvaðir (undir leiðsögn Margrétar Júlíu Rafnsdóttur).

Um er að ræða rúmlega klukkutíma göngu og við hvetjum ömmur og afa, mömmur og pabba til að taka börnin með og taka þátt. Að lokinni göngu verður þátttakendum boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

Þetta er gott tækifæri fyrir Kópavogsbúa til að kynna sér þá perlu sem trjásafnið okkar er og hið áhugaverða yndisgróðursverkefni.

Íbúar eru hvattir til að taka þátt og eiga góða stund í fallegu umhverfi undir leiðsögn staðkunnugra.

Allir hjartanlega velkomnir!

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs.