Skip to main content

Ganga hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar: Skyggnst í skóginn

Með apríl 26, 2014febrúar 13th, 2019Skógargöngur

Laugardaginn 26. apríl stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir gönguferð um Höfðaskóg og yfir í skóginn í Selhöfða, en þar hefur verið grisjað töluvert að undanförnu og opnuð ný leið í gegnum skóginn. Skógurinn í Selhöfða var gróðursettur snemma á 9. áratug síðustu aldar.

Lagt verður af stað frá bækistöðvum félagsins og Gróðrarstöðvarinnar Þallar við Kaldárselsveg kl. 14:00. Boðið verður upp á kaffi í Þöll að göngu lokinni.
 

Gangan er hluti af dagskrá „Bjartra daga“ í Hafnarfirði, sem standa dagana 23.-27. apríl.

X