Skip to main content

Garðyrkjufélag Íslands: Fræðslufyrirlestur um ávaxtatré

Með 18. febrúar, 2010febrúar 13th, 2019Fræðsla

Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur er garðyrkjumeistarinn Jón Guðmundsson á Akranesi orðinn þjóðsagnapersóna í íslenska garðyrkjuheiminum! Hann er gaurinn sem fær allt til að vaxa og dafna í garði sínum á skjóllitlum fjörukambi við Faxaflóann. Ekkert lætur hann óreynt hvort sem það eru nú salatblöð eða eplatré! Hér mun sannur brautryðjandi ausa úr sjóðum reynslu sinnar og úthluta digrum fróðleiksmolum í þekkingarbúr áheyrenda sinna! Áhugavert, skemmtilegt og fræðandi! – Fræðslukvöld sem enginn má missa af.

Fyrirlesturinn er haldinn fimmtudaginn 18. febrúar í sal Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, kl. 20:00. Aðgangseyrir á fræðslufundina er 500 kr. fyrir félaga og maka, en 800 kr. fyrir aðra.