Garðyrkjufélag Íslands: Garðrækt á tímamótum – Með fortíðarreynslu til frjósamrar framtíðar!

Með mars 5, 2010febrúar 13th, 2019Fundir og ráðstefnur

Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir afmælisráðstefnu um framfarir í  garðyrkju og fer hún fram föstudaginn 5. mars, kl. 13:00-17:30 í ráðstefnusal Orkuveitur Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1.

Dagskrá
Ráðstefnustjóri:  Guðríður Helgadóttir, varaformaður GÍ

13:00 – 13:10 Setning ráðstefnunnar  Vilhjálmur Lúðvíksson, formaður GÍ
13:10 – 13:20 Ávarp umhverfisráðherra – Svandís Svavarsdóttir
13:20 – 13:50 Reykjavík við aldamót – 1900 og 2000:  Samanburður í máli og myndum.
Fjallað um ásýnd borgar, húsagerð og garða
, – Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur
13:50 – 14:15 Breytingar á gróðurvali í garðrækt 1885-2010 – Sögulegt yfirlit yfir tegundir, sígildar tegundir, tegundir sem hafa komið og farið, tegundir sem hafa alls ekki þrifist, tilraunastarfsemi í ræktun  – Hjörtur Þorbjörnsson, grasafræðingur
14:15 – 14:40 Þróun heimilisgarðsins 1885 – 2010 – Skipulag, nytsemi og fegurð – Ásta Camilla Gylfadóttir, landslagsarkitekt
14:40 – 15:00 Kaffihlé
15:00 – 15:25 Líffræðilegur fjölbreytileiki í görðum landsmanna.  Hið nýja gróðurlendi á Íslandi, áhrif á mannvist, skjól, yndi, uppskera og lýðheilsa – Samson Bjarnar Harðarson, landslagsarkitekt og verkefnisstjóri Yndisgróðurs
15:25 – 15:50 Hvernig var veðrið síðustu 125  ár?  Veðurhorfur næstu öldina?  Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur
15:50 – 16:15 Garður í íslensku landslagi – garður framtíðarinnar?  Helena Guttormsdóttir, myndlistarmaður
16:15 – 16:30 Umræður og ráðstefnuslit
16:30 – 17:30 Léttar veitingar

gi-afmaelisradstefna
(Mynd: RF).